Bananalżšręši ķ boši meirihluta Félagsdóms

Fyrir dómsuppkvašningu Félagsdóms var ég sannfęršur um aš dómurinn myndi dęma į žann veg aš bošaš verkfall Eflingar vęri ólögmętt. Įstęšan var ekki sś aš ég sem löglęršur hefši greint lagaumhverfiš og komist žannig aš nišurstöšunni. Mér fannst einfaldlega augljóst aš meš žvķ aš beita rökhugsun, žį vęri śtilokaš annaš en aš fį žį nišurstöšu aš į Ķslandi gilti sś regla aš sį sem kemur ķ veg fyrir aš lögbundin fyrirmęli nįi fram aš ganga hagnist į žvķ. Ég taldi einfaldlega vķst aš ķslenskt regluverk vęri meš žeim hętti aš slķk staša gęti ekki komiš upp–amk ekki ef leitaš vęri śrlausnar žar til bęrra ašila.

Žaš veršur žvķ aš segjast eins og er aš žaš kom mér verulega į óvart aš einn löglęršur dómari, hvaš žį žrķr, skyldu komast aš nišurstöšu ķ mįlinu sem leišir af sér aš sį sem ekki fer aš lögum kemst upp meš žaš, en sį sem fer aš lögum verši aš leita réttar sķns.

Ég hef nśna, til aš reyna aš skilja mįliš, sett upp lögfręšigleraugun og lesiš bęši meirihlutaįkvęšiš og minnihlutaįkvęšiš. Minnihlutaįkvęšiš er vel rökstutt og žar er beitt lögfręšilegri ašferšafręši til aš komast aš rökréttri nišurstöšu.

Ķ 111. mįlsgrein ķ dómi Félagsdóms er aš finna afar sérkennilega rökleišslu meirihlutans, žar sem komist er aš žeirri nišurstöšu aš hiš bošaša verkfall, sem ekki fari ķ bįga viš fyrirmęli laga, komi til framkvęmda. Žarna er aš finna žaš skemmtilega oršalag aš stefndi hafi ekki ljįš atbeina sinn til aš mišlunartillaga rķkissįttasemjara fįi žann framgang sem lög męla fyrir um. Meš öšrum oršum stefndi er aš brjóta lögin meš framgöngu sinni. Nęsta setning er ķ raun algjört gullkorn žvķ meirihlutinn oršar žaš svo ekki verši betur séš en aš rķkissįttasemjari hafi leitaš žeirra leiša sem lög bjóša til aš tryggja aš atkvęšagreišslan fari fram, meš innsetningarbeišni ķ skrį yfir félagsmenn stefnda. Sem sagt, rķkissįttasemjara ber aš fara aš lögum til aš reyna aš fį žvķ framfylgt aš mišlunartillaga hans fįi žann framgang sem lög męla fyrir um. Sį brotlegi, stefndi ķ žessu tilviki, žarf hins vegar ekkert aš ašhafast heldur getur hann haldiš įfram aš fylgja meintum lagabókstaf um hvernig skuli boša til og framkvęma verkföll įn žess ķ nokkru aš taka tillit til žess aš fram sé komin mišlunartillaga sem į aš hafa tiltekinn framgang sem hin sömu lög męla fyrir um hvernig eigi aš vera. Žannig aš sį sem fer aš lögum er lentur einhvers stašar aš fjallabaki į mešan sį sem brżtur lögin heldur įfram sinni ferš į breišgötu réttlętisins–eša žannig. Aš lokum klykkir meirihlutinn śt ķ žessari mįlsgrein meš žvķ aš fullyrša aš hiš löglega bošaša verkfall fari ekki ķ bįga viš fyrirmęli laga, žar meš tališ 14. gr. laganna um stéttarfélög og vinnudeilur. Žaš er beinlķnis röng nišurstaša eins og minnihlutinn bendir réttilega į.

Eins og minnihlutinn bendir į žį eru skilyrši ķ nefndri 14. gr. sem fara žarf eftir til aš verkfall teljist heimilt. Žaš er ekki flókiš žvķ fara žarf aš skilyršum og takmörkunum sem sett eru ķ lögum. Ķ 27. gr. laganna er kvešiš į um aš žegar mišlunartillaga er komin fram žį skuli leggja hana fram til samžykkis eša synjunar. Žaš segir ekki ķ greininni aš žaš megi gera hvorugt. Eša aš žaš megi lįta žaš vera aš ljį atbeina sinn – eins og meirihlutinn viršist telja aš sé mögulegt. Löggjafinn hefur tekiš af allan vafa aš žegar fram er komin mišlunartillaga žį skal kjósa um hana og fį nišurstöšu. Segir žannig ķ 2. mgr. 29. gr. laganna aš mišlunartillaga skuli borin undir atkvęši og henni svaraš jįtandi eša neitandi. Žetta er lögbundin skylda aš gera og felur ķ sér aš žeir sem žurfa aš koma aš framkvęmdinni verša aš ljį atbeina sinn til žess. Aš fenginni nišurstöšu er žį annaš hvort komin į frišarskylda og kjarasamningur eša ekki. Ef ekki žį getur viškomandi stéttarfélag haldiš įfram verkfallsundirbśningi sķnum ef žaš svo kżs.

Hvaš varšar mögulegan įgreining um embęttistakmörk rķkissįttasemjara žį leysir minnihlutinn žaš mįl meš žvķ einfaldlega aš vķsa til višeigandi įkvęšis ķ stjórnarskrį og hvernig skuli leysa slķkan įgreining. Og klykkir śt meš žvķ aš benda į aš skv. įkvęšinu beri aš hlżša yfirvaldsboši ķ brįš. Meš öšrum oršum žaš er bundiš ķ stjórnarskrį aš hlķta skuli fyrirmęlum stjórnavalda žar til um žau hefur veriš fjallaš af dómstól og breytt eftir atvikum.

Žaš er ekki ķ boši aš neita aš hlżša śrskuršum, dómum, įkvöršunum eša fyrirmęlum opinberra ašila jafnvel žótt unnt sé aš leita endurskošunar fyrir dómstólum eša ęšri dómstól eftir atvikum. Sé slķk hįttsemi lįtin višgangast er žaš višurkenning į bananalżšręši.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Gušmundur Įsgeirsson

Žś (og aš aš žvķ er viršist dómararnir sem stóšu aš minnihlutaįlitinu) eruš aš blanda saman tveimur ólķkum mįlum fyrir tveimur ólķkum dómstólum sem eru hvorugur ęšri hinum.

Gušmundur Įsgeirsson, 8.2.2023 kl. 23:11

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband