Landsréttur staðfestir að félagsmenn Eflingar fái að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara

Rétt í þessu staðfesti Landsréttur að ríkissáttasemjari geti látið kjósa um miðlunartillögu sína á kjörfundi.

Landsréttur bendir á að meginregla laganna, sbr. 1. málslið 3. mgr. 29. gr., sé sú að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu skuli fara fram á kjörfundi sem standi yfir í fyrirfram ákveðinn tíma.

Landsréttur fer síðan ítarlega yfir undantekningarreglurnar, sem er að finna í 2. og 3. málslið sömu greinar, sem felur í sér heimild til að atkvæðagreiðsla fari við ákveðin skilyrði fram utan kjörfundar eða að almenn póstatkvæðagreiðsla fari fram meðal félagsmanna. Landsréttur segir um þessar undantekningarreglur að það leiði af eðli máls að til þess að unnt sé að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu þurfi kjörskrá aðila vinnudeilu að liggja fyrir. Það sé hins vegar hvergi í lögunum kveðið á um að sáttasemjara sé heimilt að knýja aðila vinnudeilu til afhendingar kjörskrár eða aðgangs að henni við þær aðstæður að stéttarfélag telji sér ekki skylt að afhenda hana.

Það liggur því fyrir, gagnstætt niðurstöðu meirihluta Félagsdóms, að þessi leið er ekki fær fyrir sáttasemjara til að láta kjósa um tillöguna. Þess í stað verður hann að fara eftir meginreglunni í 1. málslið 3. mgr. 29. gr. laganna og boða til kjörfundar þar sem atkvæðagreiðsla getur farið fram úr því að stéttarfélagið kýs að ljá ekki atbeina sinn til að undantekningarreglunum verði beitt.

Þessi staða er í raun og veru öfugsnúin því með þessum breytingum var tilgangurinn sá að auðvelda félagsmönnum að nýta kosningarétt sinn. Í því samhengi vitnar Landsréttur í lögskýringargögn og bendir á að auk kjörfundaratkvæðagreiðslu sé ríkissáttasemjara heimilað að efna til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á tilteknum stöðum eða svæðum. Sé þá unnt að nýta hvers konar tækni til utankjörfundaratkvæðagreiðslu hvar sem er í lögsögu íslenska ríkisins án þess að öllum félagsmönnum sem miðlunartillaga tekur til, sé gert að mæta á kjörfund, t.d. bifreiðastjóra og sjómenn.

Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í samfélaginu er fullt tilefni til að vekja sérstaka athygli á umfjöllun Landsréttar um lögskýringargögn um breytingalög frá 1996 á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þar tekur Landsréttur m.a. fram að af almennum athugasemdum með frumvarpinu megi ráða að þessum breytingum hafi meðal annars verið ætlað að bæta samskiptareglur á vinnumarkaði í því augnamiði að auðvelda og einfalda gerð kjarasamninga. Hafi breytingunum verið ætlað að stuðla að friðsamlegum samningum og draga úr átökum á vinnumarkaði og langvinnum vinnustöðvunum með skýrari leikreglum sem ættu að stuðla að frjálsum samningum á vinnumarkaði. Með lögunum hafi meðal annars verið gerðar breytingar á lagaskilyrðum fyrir heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu. Er í því samhengi vísað til undantekningarreglnanna í 2. og 3. málslið 3. mgr. 29. gr. laganna. Tekur Landsréttur sérstaklega fram að í athugasemdum með frumvarpinu sé tekið fram að beinar lagaheimildir ríkissáttasemjara til að taka ákvörðun um tilhögun atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu væru auknar til samræmis við hugmyndir sem komu fram í vinnuhópi félagsmálaráðherra um samskiptareglur á vinnumarkaði og ábendingar ríkissáttasemjara.

Í ljósi niðurstöðu Landsréttar er ekki annað að sjá en að einu mögulegu mistök ríkissáttasemjara hafi verið þau að boða ekki strax til kjörfundar í stað þess að láta reyna á skyldu stéttarfélagsins til að afhenda kjörskrá. Á kjörfundi skal atkvæðagreiðsla vera skrifleg og leynileg og þeim einum heimilt að kjósa sem sanna á sér deili og að þeir séu félagsmenn í Eflingu. T.d. með framvísuna launaseðla þar sem fram kemur hvert stéttarfélagsgjöld eru greidd. Með þessu móti má fá skjóta niðurstöðu um hvort miðlunartillaga telst samþykkt eða felld og hvort friðarskylda sé komin á eða hvort stéttarfélag heldur áfram undirbúningi verkfallsaðgerða sinna.

Það amk hlýtur að vera hverjum sanngjörnum manni augljóst að sú staða sem nú er uppi er ekki í samræmi við þá lýsingu sem Landsréttur gerir að umtalsefni í umfjöllun sinni um löggjafarviljann 1996.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband