10.4.2022 | 10:40
Ammæli
Enn eitt árið að baki og nýr afmælisdagur. Því ber að fagna því eðli málsins samkvæmt fer þeim fækkandi. En það er nú samt reyndar ekki sú nálgun sem ég hef gagnvart afmælisdögum. Þvert á móti fagna ég hverjum og einum og tel mig í hvert skipti sem slíkur rennur upp hafa grætt einn í viðbót. Því eins og þekkt er þá er víst bara tvennt öruggt í þessu lífi, þ.e. að því líkur einhvern tímann og þangað til greiðum við helling af sköttum. En þangað til er um að gera að njóta daganna og borga sem mest af sköttunum.
Þetta sl. ár er búið að vera ágætt og loksins virðist Kóvit krumlan vera farin að losa takið. Vonandi losar hún það bara alveg sem fyrst og mér væri alveg sama þó ég sæi hana aldrei aftur. Paddan náði mér um miðjan febrúar sl. og mér fannst hún ekkert sérlega viðkunnaleg. Þótt ég hafi ráðið betur við hana en ég þorði að vona þá að sjálfsögðu setti hún allar hlaupaæfingar úr skorðum. Það verður því enn og aftur að aðlaga sett markmið að raunveruleikanum. Alveg óþolandi.
Annað markvert í mínu lífi er að í mars sl. fór ég í síðustu lyfjagjöfina í eftirmeðferðinni. Gott að vera laus undan því. Nú er bara að vona að ég fái sem flest ár í friði fyrir þessari óværu og geti farið að æfa hlaup aftur án þessarar íhlutunar.
Þetta eru víst orðin 55 ár. (Er það ekki kallað snemm miðaldra?). Lengi fram eftir aldri var ég viss um að ég myndi ekki ná þessum áfanga. Hélt að í besta falli yrðu þetta 52-53 ár. Var stundum skammaður af Möggu heitinni fyrir að halda þessu fram, þar sem henni fannst þetta vera arfa vitlaust. Þannig að eins og stundum (sjaldan) áður þá hafði ég augljóslega rangt fyrir mér.
En þetta með aldurinn maður. Skrítið hvað sumir eldast en aðrir ekki. Í vikunni kom ég við á fyrrverandi vinnustað og hitti þar fyrir þrjár fyrrverandi samstarfskonur sem eru hver annarri skemmtilegri og fallegri. En maður minn, þær eru nú engin unglömb lengur! Enda búnar að vinna þarna eins lengi og elstu menn muna. Ég aftur á móti ber að sögn aldurinn mjög vel. En svona er þetta bara. Kannski ég sé ekkert að heimsækja þær aftur alveg á næstunni ef þær skyldu slysast til að lesa þetta skrifelsi.
Um bloggið
Gunnar Ármannsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.