Um sjálfhverfur - eða klikkað samfélag?

Sjálfhverfur fjölmiðlamanna og annarra.

Einn býr til frétt um hversu margir erlendir fjölmiðlar fjalla um hörmulegt slys á Íslandi. Hvað skyldu vera mörg klikk í því?

Annar býr til frétt um gagnrýni heilbrigðisstarfsmanns á birtingu fjölmiðla á myndum af slysstað þar sem þrír látast. Sá sem tók myndirnar er fyrrverandi starfsmaður fjölmiðils. Sá sem spyr vill fá svar við því hvar mörkin eiga að liggja. Upplýsingaskylda fjölmiðla vs. friðhelgi einstaklinga og þagnarskyldu heilbrigðisstarfsfólks. Það sem um er fjallað gerist nánast í rauntíma með myndum. Hvað eru mörg klikk í því?

Marvin fer á stjá og þjóðin tekur andköf í kjölfarið. Marvin ákveður að stíga undan dulnefninu þegar ljóst er hvernig vindar blása. Marvin, Marvin, Marvin. Hver er Marvin? Hvað eru mörg klikk í því? Hvað verður um Marvin? Hver ætlar að passa Marvin? Um hvað snérist aftur málið? Hvað gerist í næsta þætti? Hvað eru mörg klikk í því?

Sjálfskipaðir álitsgjafar og besservisserar á fésbókinni hneykslast endalaust á því þegar aðrir eru annarrar skoðunar en þeir sjálfir og viðhlæjendur jeta það upp í kór með viðeigandi orðbragði. Það fást mörg klikk úr því.

Hvað eða hver býr til virka í athugasemdum? Þar eru mörg klikk.

Hvað orsakar allt þetta klikk hjá einni þjóð? Fortíðarþrá eftir heykvíslum, tjöru og fiðri? Það var sko klikk.

Er það kannski stjórnarskráin sem er klikk? Fylgjendur nýrrar stjórnarskrár telja að minnsta kosti margir hina vera klikk.

Sennilega eigum við þetta öll skilið þar sem við búum þetta til. Sem er klikk.

Einn af fáum sem er ekki klikk er Theobald Þráins Bertelssonar og hann fær mitt klikk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég er eitt "klikk" í þessum stóra klikkaða heimi ... Always look on the bright side of life.

Life's a piece of shit
When you look at it
Life's a laugh and death's a joke, it's true
You'll see it's all a show
Keep 'em laughing as you go
Just remember that the last laugh is on you


 

Örn Einar Hansen, 28.12.2018 kl. 17:46

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þakka stórgóða færslu. Fjölmiðlafólk er orðið upp til hópa að "copy paste" eða "google translate" aulum. Ekkert virðist heilagt ef vantar klikk eða like. Þetta er svo sannarlega klikk...un.

 Góðar stundir, með áramótakveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.12.2018 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband