23.1.2015 | 08:46
Þú opnast á ný í nótt
Margrét Gunnarsdóttir f. 23. janúar 1965, d. 23. ágúst 2014.
Þín nótt er með öðrum stjörnum.
Um lognkyrra tjörn
laufvindur fer.
Kallað er á þig og komið
að kveðjustundinni er.
Dimman, þögnin og djúpið
og blöðin þín mjúk
sem bærast svo hljótt,
liljan mín hvíta
sem lokast í nótt.
Orð ein og hendur sig hefja,
bænir til guðs
úr brjósti manns.
Stíga upp í stjörnuhimin
og snerta þar andlit hans.
Úr heimi sem ekki er okkar,
æðra ljós skín
en auga mitt sér,
liljan mín hvíta
sem hverfur í nótt frá mér.
Úr lindunum djúpu leitar
ást guðs til þín
yfir öll höf.
Hún ferjar þig yfir fljótið
og færir þér lífið að gjöf.
Og söngnum sem eyrað ei nemur
þér andar í brjóst.
Dreymi þig rótt,
liljan mín hvíta
sem opnast á ný í nótt.
Höf: Gunnar Dal.
Um bloggið
Gunnar Ármannsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 146
- Frá upphafi: 70200
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 117
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samúðarkveðjur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2015 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.