4.9.2014 | 00:09
Maraþon Möggu
Ég hef lítið hlaupið í sumar. Í byrjun ágúst fór ég þó fínan túr í góðu veðri um Heiðmörkina. Að honum loknum hafði ég á orði við Möggu að kannski ætti ég bara að prófa að hlaupa maraþon lítið æfður og taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég yrði bara að stilla hraðann vel af og ef ég gæti tekið nokkrar þokkalegar æfingar til viðbótar gæti ég stefnt á 3:30. Þetta fannst Möggu ekki góð hugmynd. Spurði mig hvort þetta væri gáfulegt og hvort þetta væri ekki alveg í mótsögn við það sem ég sjálfur predikaði. Ég eyddi talinu. Atvik höguðu því þannig að ég hætti að hugsa um þátttöku. Þann 23. ágúst sl. lauk Magga sínu maraþoni rúmlega 8 mínútur yfir 12. Þá voru liðnir 3 tímar og 28 mínútur frá því maraþonhlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu voru ræstir.
Um bloggið
Gunnar Ármannsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 149
- Frá upphafi: 70203
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Gunni. Kannski voru forverar ykkar í "Sumarlandinu" með í spilinu og fylgdust með. Ég er viss um að Magga fylgist með þér og hvetur þig í næsta hlaupi, hvort sem það verður maraþon eða stuttur sprettur. Sendi þér alla mína góðu vætti til að styrkja þig og efla í sorg þinni.
Ástríður Sólrún Grímsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2014 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.