Andvaraleysi stjórnvalda í heilbrigðismálum

Í lok árs 2010 birti ég grein sem ég skrifaði hér á þessum vettvangi um ástand heilbrigðismála á Íslandi. Í greininni vitnaði ég til pistils sem ég skrifaði á fyrri hluta árs 2009. Það er forvitnilegt að lesa þetta yfir í dag og gera smá athugasemdir við textann og sjá hvernig stjórnmálamenn hafa ýtt heilbrigðiskerfinu fram af bjargbrúninni. Nú snýst baráttan um að reyna að draga úr fallinu og vonast eftir því að við lendum á sillu - en ekki botninum.

 

 

Ég get fullyrt eftir að hafa gengið sjálfur í gegnum krabbameinsmeðferð árið 2006 að það að fylgja nákomnum í gegnum krabbameinsmeðferð árið 2013 ýtir ekki undir neina bjartsýni fyrir hönd íslenska heilbrigðiskerfisins – heldur þvert á móti. Samanburðurinn er árinu 2013 mjög í óhag og það má fullyrða að ástandið er krabbameinssjúklingum sem og öðrum sjúklingum allt að því fjandsamlegt á sumum sviðum.

 

 

En þá að fyrri tilskrifum:

 

“Í dag [í lok árs 2010]birtist frétt á mbl.is þar sem greint er frá því að stjórnir Félags íslenskra heimilislækna og Læknafélags Íslands hafi af því áhyggjur að verði ekkert að gert muni heimilislækningar á Íslandi leggjast af í þeirri mynd sem við þekkjum þær innan fárra ára.

 

Af því tilefni rifja ég hér upp mola sem ég skrifaði og birti á heimasíðu Læknafélags Íslands á fyrri hluta ársins 2009, þegar ég starfaði sem framkvæmdastjóri félagsins. Í lok árs 2010 sýnist mér fátt hafa breyst- nema ef vera skyldi að nú er þrengt að fleiri hópum, ekki síst vegna þess að ekki tekst að koma hjólum atvinnulífsins af stað.

 

"Í því umróti sem íslenskt samfélag gengur nú í gegnum skiptir miklu máli að glata ekki þeim kostum íslensks samfélags sem við búum við þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika. Einn af þeim kostum sem Íslendingar búa bjuggu við er var framúrskarandi heilbrigðiskerfi. Heilbrigðiskerfið okkar er var framúrskarandi vegna ýmissa samverkandi þátta. Einn mikilvægasti þátturinn er var framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk – íslenskur mannauður. [þeir sem eftir eru, eru ennþá framúrskarandi] Fólk sem hefur valið sér þann starfsvettvang að varðveita og bæta heilbrigði annars fólks. Einn hópur heilbrigðisstarfsfólks eru læknar. Íslenskir læknar hafa í gegnum tíðina verið duglegir að leita sér framhaldsmenntunar í öðrum löndum og hafa flutt með sér aftur til landsins þekkingu á læknisfræði sem í flestum tilvikum jafnast á við það besta erlendis. M.a. þess vegna er var heilbrigðiskerfið íslenska með því besta sem þekkist þekktist. Þess vegna er var íslenskt heilbrigðiskerfi næstum sjálfbjarga með flestar tegundir læknisaðgerða. Þess vegna fá fengu flestir íslenskir sjúklingar lækningu sinna meina hér á landi. Þess vegna þarf þurfti íslenska ríkið í mun minna mæli en annars að senda íslenska sjúklinga til erlendra sjúkrahúsa.

 

Nú eru blikur á lofti. Stjórnmálamenn hafa síðustu daga keppst við að viðurkenna að andvaraleysi þeirra hafi átt þátt í því að íslenskt efnahagskerfi hrundi. Því er haldið fram í mola þessum að andvaraleysi íslenskra stjórnmálamanna kunni einnig að leiða hafi leitt til þess að íslenskt heilbrigðiskerfi, eins og við þekkjum það, hrynji hrundi. Það verði varð landflótti meðal langskólamenntaðs heilbrigðisstarfsfólks – eða með öðrum orðum að við munum þurfa þurfum að glíma við vitsmunaflótta á sama hátt og á sér stað í þróunarríkjunum.

 

Ástæðan er sú að íslenskir stjórnmálamenn hlusta ekki á viðvaranir. Eða ef þeir hlusta þá taka þeir ekki mark á þeim. Ef viðvaranir koma frá hagsmunasamtökum þá eru þær afgreiddar sem hagsmunagæsla viðkomandi hagsmunasamtaka og því að engu hafandi. Svo virðist sem íslenskir stjórnmálamenn ætli lítið að læra af þeim afdrifaríku afleiðingum sem andvaraleysi þeirra hafði á íslenskt efnahagskerfi. Viðurkenning á andavaraleysi virðist því eingöngu vera orðagjálfur og sett fram í þeim tilgangi að reyna að villa um fyrir væntanlegum kjósendum. 

 

Nú hefur tveimur heilbrigðisráðherrum verið bent á að ef gengið verði harðar fram gegn læknum en öðrum stéttum í landinu kunni það að leiða leiddi það til alvarlegs læknaskorts á Íslandi í náinni framtíð. Forstjórum heilbrigðisstofnana, þ. á m. LSH og HH, hefur verið bent á það sama. Forstjórarnir svara því til að þeim beri að framfylgja kröfum ráðherra um sparnað. Þar sem stærsti einstaki kostnaðarliðurinn séu laun lækna þá sé þar af mestu að skera. Í því samhengi er rétt að benda á að laun lækna byggja á vinnu þeirra við að þjónusta sjúklinga. Þetta tvennt helst í hendur. Lækki laun lækna þýðir það minna vinnuframlag þeirra og þar með minni þjónustu þeirra við sjúklinga. Ábendingum um að það sé m.a. hlutverk forstjóranna að vara stjórnmálamennina við að of harkalegar niðurskurðartillögur muni leiða til minni þjónustu við sjúklinga, og kunni að valda læknaskorti, er mætt af fálæti og skírskotun til hlýðniskyldu forstjóranna við ráðherrann.

 

Ráðherrann segir það vera samfélagslega skyldu lækna að búa í landinu og fara hvergi. Hvatning ráðherrans felst í tali um ofurlaun lækna í alhæfingarstíl og að allt megi skera af sem ekki er geirneglt í kjarasamningum. Í huga ráðherrans virðast ráðningarbundin kjör umfram lágmarksákvæði kjarasamninga aukasporslur en ekki aðferð þess opinbera við að laða til sín og halda í hæfa starfsmenn – þrátt fyrir hina lágu kauptaxta opinberra starfsmanna. Rétt er að hafa í huga að það var leikur þess opinbera til skamms tíma að halda kauptöxtum sem lægstum til að minnka eftirlaunaskuldbindingu ríkisins gagnvart starfsmönnum sínum þar sem eftirlaun miðuðust við dagvinnulaun en ekki heildarlaunagreiðslur. Þótt þessu hafi verið breytt hefur gengið illa að fá allar greiðslur inn í kjarasamninga og því er það ennþá við líði að hluti kjara opinberra starfsmanna er bundinn í ráðningarsamningum en ekki kjarasamningum - þar er ekki við stéttarfélögin að sakast.

 

Ef litið er yfir sviðið virðist sparnaðaraðgerðum þess opinbera beint mjög að þjónustu við sjúklinga og þar með einnig að kjörum lækna og annarra heilbrigðisstarfmanna. Umræðan um minni þjónustu á öðrum sviðum þess opinbera og lækkun launa annarra hópa þess opinbera er ekki fyrirferðarmikil – amk ekki ennþá. [Í ljós er komið að opinberum starfsmönnum fækkaði nær eingöngu á LSH]. Í fararbroddi fyrir minnkandi þjónustu og lækkun launa lækna gengur forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Forstjórinn kemur tímabundið úr ráðuneyti heilbrigðisráðherra og er því væntanlega að framfylgja vilja hans.

 

Undanfarin ár hafa fáir sótt um stöður sérfræðinga við LSH og HH. Oftast einn eða tveir. Oft enginn. Það eitt og sér er áhyggjuefni. Framboð sérfræðinga við „eðlilegar“ aðstæður virðist því ekki mjög mikið.

 

Hvert er hefur andvaraleysi stjórnavalda að leiða leitt okkur í heilbrigðismálum? Andvaraleysi stjórnvalda í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur leitt til þess að sérfræðingar í lækningum sem hafa lokið sérnámi sínu fresta heimkomu. Sérfræðingar sem eru nýfluttir heim eru farnir að flýja land og snúa til baka þangað sem þeir luku sérnámi sínu. Læknar sem hafa lokið grunnnámi sínu hér á landi eru í stórum stíl að leita leiða til að komast fyrr út í sérnám. Við þetta bætist að stór hópur lækna, sem ekki hafði hugsað sér til hreyfings, sættir sig ekki við aðgerðir stjórnvalda með minnkuðu þjónustuframboði við sjúklinga og meiri lækkun á kjörum þeirra en til annarra hópa, er nú farinn að íhuga möguleika sína erlendis. Þessar staðreyndir munu hafa hægt og hljótt leiða leitt til alvarlegs ástands í íslensku heilbrigðiskerfi.

 

Íslenskir læknar eru eftirsóttir í störf erlendis. Íslenskir læknar eiga auðvelt með að taka sig upp og flytja þangað sem þeir sóttu sér sérfræðiþekkingu sína. Þeir tala tungumálið og þekkja aðstæður. Þetta er önnur aðstaða en hjá flestum öðrum stéttum í þjóðfélaginu. Skrefið sem íslenskir læknar þurfa og þurftu að stíga er því ekki stórt.

 

Í nýjasta hefti Læknablaðsins, 3/2009, eru 5 auglýsingar frá erlendum sjúkrahúsum eftir íslenskum læknum í fjölmargar lausar stöður. Fleiri auglýsingar hafa birst í íslenskum dagblöðum. Trúa íslenskir stjórnmálamenn því virkilega að ef gengið verður harðar fram í niðurskurði á kjörum heilbrigðisstarfsmanna en öðrum stéttum muni það ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku starfsmannanna?

 

 

2+2=?” 

 

 

gá"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 70678

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband