Er íslenska heilbrigðiskerfinu viðbjargandi?

Enn um heilbrigðismál. Fékk þessar hugleiðingar birtar í Mogga 6. sept. 2013.

 

"Ég las fyrir stuttu ágæta grein eftir Ólaf Baldursson, framkvæmdastjóra lækninga LSH, í Mogganum. Í dag birtist svo frétt á mbl.is. með fyrirsögninni »Neyðarplan vegna læknaskorts«. Þar er ástandinu lýst á spítalanum eins og það horfir við viðmælandanum. Ég velti því fyrir mér hvort greinar sem þessar nái til vitundar meirihluta þjóðarinnar og ráðamanna hennar? Sama á við um þetta tilskrif. Svo virðist sem þessi málaflokkur - heilbrigðismál - sé býsna langt frá hugsun þeirra sem ekki hafa þurft á aðstoð heilbrigðiskerfisins að halda. Margir - og þá sérstaklega þeir sem ekki hafa sjálfir eða fjölskyldur þeirra ennþá þurft á þjónustu kerfisins að halda - virðast líta svo á að það sé sjálfgefið að heilbrigðiskerfið »sé gott«. Ég efast um að þetta mat sé rétt.

 

Á sama tíma og því er haldið fram að »kerfið sé gott« sjáum við margar fréttir þar sem einstaklingar leggja mikið á sig utan kerfis til að vekja athygli á bágri stöðu margra sjúklingahópa. Nú síðast höfum við orðið vitni að mikilli baráttu og hjartagæsku Sigurðar Hallvarðssonar. Er þetta ástand á heilbrigðiskerfinu eitthvað sem við erum sátt við? Ólafur bendir á að grunnurinn fyrir góðum tölfræðilegum samanburði í dag var lagður fyrir 30 árum. Á því »lifum« við í dag. Hvað viljum við leggja afkomendum, börnum og barnabörnum, til? Sjálfur naut ég þess að starfa fyrir samtök lækna í sjö ár. Á þeim tíma þurfti ég á heilbrigðiskerfinu að halda. Það reyndist mér vel. Síðan ég hætti að starfa fyrir samtökin hafa nánir fjölskyldumeðlimir þurft á kerfinu að halda. Samanburður er ekki nýjum tímum í vil. Starfsfólkið er jafnyndislegt og áður en allur aðbúnaður er verri. Hin sjö góðu ár eru augljóslega að baki, næstu sjö ár geta fært okkur aftur til tíma sem við kærum okkur ekki um. Er einhver sem hefur áhyggjur af því? Varnaðarorð Ólafs eru löngu tímabær - og vonandi að þau séu ekki skrifuð út í tómarúmið..."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kannski þarf ekki að bjarga neinu - okkar kerfi var sennilega ekkert merkilegt aður og núna þufum við að 'sjá' það

Rafn Guðmundsson, 7.9.2013 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 70678

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband