Umferðarlottó á Íslandi

Í gær, sunnudaginn 18. nóvember, var alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa.

 

Í gær var ég á leið frá Eyjafirði til Reykjavíkur í frekar leiðinlegu vetrarveðri og færð. Í Húnavatnssýslunum skóf víða yfir veginn og var sums staðar farið að draga í skafla. Sumir þeirra voru orðnir erfiðir yfirferðar, amk fyrir eindrifs bíla. Ég og ferðafélaginn ræddum hversu lítið mætti út af bregða til að bíll sem kæmi á móti lenti þversum á veginum í einum af sköflunum og kæmi beint framan á okkur.  

 

Af því tilefni ryfjaðist upp fyrir mér þáttur sem ég sá í sjónvarpi fyrir viku um veg sem sagður er einn sá hættulegasti í heimi. Um er að ræða 800 km þvert yfir Alaska. Þáttastjórnendur sem óku veginn töldu sig heppna að hafa sloppið lifandi frá ferðalaginu vegna vinds, skafrennings, hálku og umferðar á móti. Mér sýndist Alaskavegurinn, sem NB er ekki opinn almennri umferð, vera um helmingi breiðari en þjóðvegur nr. 1 á Íslandi.

 

Umhugsunarvert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 15
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 73134

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband