Kók og/eða pepsí.

Ég man ekki hvernig það byrjað en mér fannst bragðið gott. Svona mátulega sykrað fyrir mig og einhvern veginn bara „passlegt“. Ég man eftir því í sveitinni að þegar ég komst í bæinn þá var hægt að kaupa þessar guðdómlegu eins lítra flöskur sem voru fullar af svörtu kólagosi. Ég smyglaði þessu heim í sveitina og tókst að fela í búrinu innan um tunnur með súrum sláturkeppum og öðru sveitagóðmeti þar sem síst var von á nýmóðins „heilsudrykkjum.“ Á milli verka þá laumaðist ég stundum inn í kompu og fékk mér gúlsopa af ískaldri kók. Það var nú aldeilis góður sopi! Þessu deildi ég með engum. Þetta var mitt! (gollum syndrom?!). Ég fylgdist mjög nákvæmlega með því hvort lækkaði í flöskunni á milli sopa eða ekki. Mér til óblandinnar ánægju komst ég að því að sennilega vissi enginn um leyndarmálið mitt nema ég. Ég sjálfur réði því hver drakk úr flöskunni! Þannig liðu unglingsárin. Ég fékk mitt „dóp“ í sveitasjoppunni á milli bæjarferða án þess að vekja nokkra eftirtekt.

 

Ég fór í MA. Árin þar liðu fljótt við glens og glaum. Ég man eftir árunum á Eyrinni þar sem ég vaknaði upp á nóttunni til að fara niður og fá mér einn gúlsopa af „svarta kókinu“ (sem þá var orðið Pepsí). Ég fór í HÍ og alltaf fylgdi mér þörfin fyrir svart gos - en gos er auðvitað bara gos.

 

Ég lenti í vandræðum. Allt í einu fór ég að eiga í vandræðum með að koma niður sumum fæðutegundum.  Það var erfitt að kyngja. Sérstaklega átti ég í vandræðum með sumt fuglakjöt og einnig aðra fæðu. Það kallaði á rannsóknir. Þær sýndu lítið og það jafnvel þótt reynt væri að útvíkka vélindað með þar til gerðum aðferðum.

 

Fyrir áeggjan eiginkonunnar þá prufaði ég að draga úr neyslu kóladrykkja. Hvort sem það var því að þakka eða einhverju öðru þá allt í einu hættu kyngingarvandamálin. Að sjálfsögðu trúði ég því ekki að þetta gæti verið tengt við mína eigin neyslu þannig að ég hóf aftur að drekka kóladrykki eins og áður. Ekki leið á löngu þar til allt var komið í sama horf. Þá hætti ég aftur að neyta kóladrykkja. Einhverra hluta vegna batnaði strax kyngingarvandamálið. Síðan þá hef ég í nokkur skipti gert tilraunir á sjálfum mér og alltaf er niðurstaðan sú sama. Ef ég drekk kóladrykki þá byrja kyngingarvandamálin (ég get drukkið aðra gosdrykki og/eða vatn með gosi án þess að það hafi áhrif).

 

Ég drakk kóladrykki í miklu magni frá því að ég var 14-15 ára gamall þar til ég var ca. 30 ára gamall. Sennilega hef ég drukkið á bilinu 1 – 2 lítra á dag, meira síðari hluta tímabilsins.

Ég veit ekki hvort þessi kóla drykkja hefur haft önnur heilsufarsáhrif á mig – en kannski?
  

 

http://cocacolapoison.com/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þegar ég gekk með mitt fyrsta barn um 2003-2004 ávann ég mér mikið mjólkuróþol, sem svo síðar fór ekki, og fylgdi mér lengi vel.

Ég gat ekki drukkið eða borðað mjólkurvörur án þess að æla allhressilega, með nokkrum undantekningum þó. En það var þá aðalega mjólk út í kaffið.

Er kreppan skall á, hætti maður að hafa efni á hinum ýmsu hlutum, og varð maður að forgangsraða í verslunarferðum, um hvað væri nauðsyn og hvað ekki. Pepsi eða annað gos var mjög sjaldan keypt, og fór ég að drekka te og vatn í staðinn.

Ég hef ekki orðið vör við neinskonar mjólkuróþol síðan, og get borðað og drukkið eins og mig lystir af mjólkurvörum.

Rosalega skrítið.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 16.9.2012 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 70681

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband