Hlaup og veikindi

Ég hleyp af því ég get það:

Hleypur til styrktar Krabbameinsfélagi ÍslandsHleypur 5 sinnum í tilefni af því að 5 ár eru frá því hann fór í lyfjameðferð vegna hvítblæðis

Gunnar Ármannsson greindist með hvítblæði árið 2005 og nú eru um 5 ár liðin síðan hann lauk lyfjameðferð. Hann hefur því ákveðið að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands en einkunnarorð átaksins hans eru : „Ég hleyp – af því að ég get það!“

5 hlaup til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands

„Ég greindist með hvítblæði á Þorláksmessu árið 2005. Þann 23. desember sl. voru 5 ár liðin og af því tilefni setti ég saman pistil og birti á bloggsíðu minni. Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir í þessi ár en ekki tjáð mig mikið um þessa upplifun opinberlega fyrr en nú.  Þar sem í sumar eru 5 ár liðin frá því ég lauk lyfjameðferð hef ég ákveðið að gera eitthvað sérstakt”, segir Gunnar Ármannsson sem ætlar að hlaupa fimm hlaup til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.
 
Þegar Gunnar varð 41. árs ákvað hann að hefja reglulegar hlaupaæfingar. Nú er hann farinn að hlaupa maraþon. Á afmælisdaginn 10. apríl nk., ætlar hann að hlaupa Parísarmaraþonið, 42,2 km. Þann 11. júní ætlar hann að hlaupa 100 km í Meistaramóti Íslands, þriðja hlaupið verður Laugavegurinn þann 16. júli sem er 55 km utanvegahlaup, fjórða hlaupið verður Jökulsárhlaup þann 6. ágúst sem er 32,7 km utanvegahlaup og lýkur hann síðan átakinu sínu þann 20. ágúst með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu 42,2 km.

Gunnar ætlar að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands og geta einstaklingar og fyrirtæki heitið á hann með því að leggja inn á reikningsnúmerið 0301-26-102005 kt. 700169-2789. „Það er von mín að einhverjir finni hjá sér hvatingu og finni fyrir sömu tilfinningu – ég hleyp því ég get það. Að sjálfsögðu vona ég líka að fólk leggi félaginu lið með því að styrkja það með fjárframlögum. Markmið mitt er að safna kr. 1.000.000“, segir Gunnar. Mikið líkamlegt álag fylgir því að hlaupa fimm langhlaup á svona stuttum tíma og margt sem getur farið úrskeiðis, því skiptir hvatinn miklu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak gangi þér vel Gunnar

Guðlaugur Þór Þórðarson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 11:54

2 identicon

Verður gaman að fylgjast með þér í sumar með þetta prógram framundan og gangi þér vel um helgina í París.  Sjáumst amk á Laugaveginum. 

Börkur (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 12:54

3 identicon

Gangi þér vel kæri bróðir, við Hekla ætlum að fylgjast með þér!

Frábært framtak :)

Árdís Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 19:47

4 identicon

Flott Gunnar, gangi þér vel með þetta allt saman

Eggert Tryggvason (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 09:58

5 identicon

Aldeilis frábært Gunnar og einstakar færslur sem þú skrifar. Mikilvægar og uppörvandi. Besta hvatning!

Guðmundur Pálsosn (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband