Upplýst og fordómalaus umræða um einkasjúkrahús

Hið íslenska fyrirtæki PrimaCare vinnur nú að undirbúningi byggingu einkasjúkrahúss og sjúkrahótels í Mosfellsbæ þar sem gerðar verða liðskiptaaðgerðir á erlendum sjúklingum. Umræðan um einkasjúkrahús sem í gangi hefur verið í fjölmiðlum byggist að töluverðu leyti á vanþekkingu og fordómum og því er nauðsynlegt að útskýra betur áformin.

 

Því hefur meðal annars verið haldið fram að ólíklegt sé að einkasjúkrahús geti fengið til sín nægilega marga sjúklinga til þess að rekstur þess myndi borga sig og að endanum myndi það þurfa að reiða sig á íslenska sjúklinga. Þannig sé verið að skapa tvöfalt heilbrigðiskerfi. Þetta er ekki rétt. Það er meðvituð ákvörðun aðstandenda PrimaCare að reiða sig alfarið á erlenda sjúklinga. Ástæður þess eru nokkrar.

 

Mikil pólitísk andstaða er gegn því að einkafyrirtæki á borð við PrimaCare komist í vasa í íslenskra skattborgara. Því er m.a. haldið fram að slíkt geti skaðað hagsmuni íslenska heilbrigðiskerfisins. Það er ekki vilji PrimaCare.

 

Hinn erlendi markaður fyrir aðgerðir af því tagi sem PrimaCare áformar að gera hefur verið kortlagður. Rannsókn sem unnin er af einu fremsta fyrirtæki heims á þessu sviði bendir ótvírætt til þess að möguleikar félagsins og Íslands til að laða til sín sjúklinga séu mjög góðir. Lækningaferðamennska er ört vaxandi markaður á heimsvísu og talið er að eftirspurnin eftir liðskiptaaðgerðum sjöfaldist á næstu 20 árum. Talið er að fjörutíu milljónir manna ferðist í lækningaskyni á næstu árum.

 

PrimaCare ætlar sér að  gera allt að 5000 aðgerðir á ári. Á Íslandi í dag eru gerðar innan við 1000 aðgerðir á ári á þessu sviði. Sá fjöldi myndi aldrei duga nema sem brot af þeim fjölda aðgerða sem sjúkrahúsið þarf að gera til þess að standa undir sér. PrimaCare þyrfti alltaf fjögur þúsund aðgerðir til viðbótar. Ef unnt verður að laða 4000 sjúklinga á ári til Íslands í þessar aðgerðir á annað borð er einnig unnt að laða að 5000 sjúklinga. Því er ekki þörf á íslenskum sjúklingum til að verkefnið geti orðið að veruleika, né gætu þeir bjargað rekstri þess, ef hinn erlendi markaður brigðist.

 

Það er af og frá að aðstandendur PrimaCare telji að hér sé um að ræða sérstaka gullnámu eða að verkefnið sé auðvelt í framkvæmd. Þvert á móti þá er hér um flókið verkefni að ræða sem krefst vandaðs undirbúnings. Nálgun þeirra íslensku fyrirtækja sem nú vinna að undirbúningi að stofnun einkasjúkrahúss er misjöfn og leiðirnar sem farnar eru einnig. Það er jákvætt og eykur vonandi líkurnar á því að sem flest, og helst öll, þessara verkefna verði að veruleika. Íslendingum veitir ekki af fleiri atvinnutækifærum og gjaldeyristekjum í bráð og lengd. 

 

Það er von mín að Íslendingar eygi það mikla tækifæri sem felst í því að komast inn á þennan markað. Gangi áform PrimaCare eftir munu skapast 600-1000 störf auk fjölda afleiddra þjónustustarfa. Það jafngildir tveimur álverum – án mengunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa – ekki frekar en forsvarsmenn álvera – ENGIN áform um að seilast í vasa íslenskra skattborgara. Miklu frekar að skila þangað umtalsverðum fjármunum – beint og óbeint.

 Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri PrimaCare. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband