Hugsum! Hugsum!! Öflug heilbrigðisþjónusta og atvinnusköpun.

Rakst á prýðilega grein Ögmundar mannréttindaráðherra á heimasíðu hans frá 2. apríl 2009. Þar vekur hann athygli á tveimur dagblaðsgreinum eftir Höllu Gunnarsdóttur þáverandi aðstoðarmann hans sem heilbrigðisráðherra og skorar á okkur að "Hugsa! Hugsa!!"

Ögmundur segir Höllu benda réttilega á að velferðarmál séu atvinnumál og atvinnumál séu velferðarmál. Einnig að það myndi skjóta skökku við "ef stjórnvöld myndu á einum stað skera niður þannig að til fjöldauppsagna kæmi en á öðrum stað leggjast í stór og viðamikil atvinnusköpunarverkefni".

Í annarri grein Höllu segir: "Hins vegar verður að vara við því að niðurskurður leiði til stórfelldra uppsagna innan heilbrigðisþjónustunnar og velferðarkerfisins almennt. Ekki nóg um að þær myndu leiða til þess að öll þjónusta við fólk yrði lakari heldur getur það orðið mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið til lengri tíma litið ef atvinnuleysi verður viðvarandi vandamál.  ... Staðan sem íslenskt þjóðfélag er í kallar á nýjar lausnir og ný viðhorf. Reynsla annarra landa sýnir að öflugt velferðarkerfi skitpir sköpum á tímum sem þessum. Stöndum vörð um velferðarkerfið. Það borgar sig margfalt til lengri tíma".

Í hinni greininni segir m.a.:"Það skyti skökku við ef niðurskurður leiddi til fjölda uppsagna innan hins opinbera og á sama tíma þyrfti að ýta úr vör umfangsmiklu atvinnuátaki á vegum stjórnvalda".

Ég er sammála Ögmundi og Höllu um að það þurfi að standa vörð um velferðarkerfið. Ég er líka sammála því að velferðarmál séu atvinnumál og atvinnumál séu velferðarmál. Við þurfum jafnframt að finna nýjar lausnir og ný viðhorf - og hugsa.

Nú þegar fyrir liggur stórfelldur niðurskurður í velferðarkerfinu er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að leita lausna til atvinnusköpunar. Ef núverandi stjórnvöld eru ekki tilbúin til þess sjálf að "ýta úr vör umfangsmiklu atvinnuátaki á vegum stjórnvalda" er amk mikilvægt að þau leggi ekki stein í götu annarra aðila sem eru að reyna að skapa störf í landinu. Jafnvel má fara fram á að þau greiði götu þeirra aðila eins og hægt er ef unnt er að gera það án mikilli fjárútláta úr ríkissjóði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband