Vinstri velferðarstjórnin hæðist að lýðræðinu

Á heimasíðu Ögmundar Jónassonar mannréttindaráðherra, en þáverandi heilbrigðisráðherra, frá 24. júní 2009 er að finna grein eftir hann sem ber heitið "Hæðst að lýðræðinu" ( http://www.ogmundur.is/annad/nr/4624/).

Þar leggur hann út frá boðskap Staksteina Morgunblaðsins þann dag og segir ritstjóra blaðsins hæðast að lýðræðislegum vinnubrögðum í heilbrigðisráðuneytinu við endurskipulagningu og fjárlagagerð. Ögmundur segir á annað hundruð starfsmanna stofnana heilbrigðisráðuneytisins ekki skrifa upp á boðskap Staksteina.

Hann segir að á fundi sem hann boðaði til hafi verið frjóar og gjöfular umræður og ríkur vilji til að skoða starfsemi á vegum ráðuneytisins á gagnrýninn hátt með það fyrir augum að stuðla að markvissari vinnubrögðum og sem bestri nýtingu fjármuna. Allir vildu gagnsæ og lýðræðisleg vinnubrögð. Ekki tilskipunaraðferðafræði.

Ögmundur segir menn vita að þetta vinnulag hafi ekki bara skilað okkur efnahagshruni. Í opinberri stjórnsýslu hafi uppskeran verið óánægja og árangursleysi, einnig við fjárlagagerðina. Þannig hafi Sjálfstæðisflokkurinn skilað heilbrigðisþjónustunni út úr þennslunni og inn í kreppuna með yfir tvö þúsund milljóna skuld á bakinu. Unnið sé að því að vinda ofan af þessu auk niðurskurðar upp á þúsundir milljóna vegna efnahagsóreiðunnar sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig.

Það má taka undir með Ögmundi að því leytinu til að illa hafði gengið að koma böndum á heilbrigðisútgjöldin. Ástæður þess voru margvíslegar, m.a. sú sífellda krafa að bæta þjónustu við sjúklinga og taka upp nýjar lækningaaðferðir. Þá vildu heilbrigðisstéttir fá betri kjör ekki síður en aðrir þjóðfélagshópar. Þá voru stjórnarandstöðu flokkarnir óþreytandi við að krefjast meiri útgjalda til málaflokksins í stjórnarandstöðutíð sinni. Sjálfsagt er eftir á að hyggja rétt, að gagnrýna má meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fyrir að hafa gengið of langt í þeim efnum.

Þegar loksins var gripið til aðhalds- og sparnaðaraðgerða af Sjálfstæðisflokknum þá var ráð Ögmundar, þegar hann komst til valda, að ýta öllum fyrirliggjandi sparnaðarhugmyndum út af borðinu og slá þar með sjálfan sig tímabundið til riddara.

Til áréttingar þess hversu vel Ögmundur taldi til hafa tekist birtir hann í lok greinar sinnar fréttatilkynningu, sem samráðshópur um hagræðingu í rekstri Heilbrigðisstofnunar Reykjaness, sendi frá sér undir lok mars 2009. Þar segir m.a.:

"... Tillögur hópsins tryggja að nærþjónusta Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verður áfram sú sama sem verið hefur, bráðamóttaka á skurðstofu, þjónusta við fæðandi konur og umönnun aldraðra verður óbreytt svo eitthvað sé nefnt.

Ekki hefði verið unnt að ná þessum árangri án frumkvæðis Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra en hann ákvað að fara aðrar leiðir en áður hafa verið farnar sem byggðu á samráði við nærsamfélagið og starfsmenn með því að skipa hollvini HSS í samráðshópinn ásamt starfsmönnum HSS, Landspítala og ráðuneytis".

Svo mörg voru þau orð. Ögmundur náði markmiði sínu með því að auka vinsældir sínar tímabundið með því að draga til baka allar erfiðar ákvarðanir fyrri ráðherra. Sjálfsagt hefur honum þótt hólið gott. Með þessum aðgerðum sínum frestaði hann hins vegar óhjákvæmilegum aðhalds- og sparnaðaráformum. Þessi ákvörðun hans hefur aukið á vanda heilbrigðiskerfisins því nú er sparnaðarkrafan enn meiri en hún var og sennilega meiri en hún hefði þurft að vera. Af fréttum að dæma alls staðar að af landinu gleymdist algjörlega að viðhafa gagnsæ og lýðræðisleg vinnubrögð við vinnslu þeirra fjárlaga sem nú eru til umfjöllunar. Tilskipunaraðferðafræðin var sú aðferðafræði sem rétt þótti að nota.

Vinnubrögð sem þessi eru ekkert annað en lýðskrum og loddaraskapur. Því miður kemst mannréttindaráðherrann upp með orðagjálfur sem þetta trekk í trekk.

Það hefði verið meiri manndómur í því að viðurkenna að á þeirri ögurstundu sem upp var runnin þurfti að grípa til aðgerða í stað þess aðhafast ekkert. Mannréttindaráðherrann hefur nýlega greitt með því atkvæði að annar ráðherra sem aðhafðist ekkert á ögurstundu skuli dreginn fyrir Landsdóm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband