Íslenskir sjúklingar á leið úr landi og mannréttindabrot á vanfærum konum?

Það er víðar en á Íslandi sem sparnaðaráform koma niður á heilbrigðisþjónustunni. Ég rakst á grein um ástandið á Írlandi sem minnir um margt á það sem við höfum verið að ganga í gegn um og getum átt í vændum. 

"Ireland has suffered badly from the economic crisis and has taken tough measures that have seen many people take a substantial salary cut. Included in the government cutbacks are reductions in the amount that the state pays for dental care. Ireland is an example of how government health cuts can drive people to look for treatment abroad. It is a pattern that is may be repeated in other countries."

(http://www.imtj.com/news/?entryid82=254716&source=email&campaign=imtj_news_101021).

Í vikunni var viðtal við einn af okkar fremstu hjartaskurðlæknum. Þar varaði hann við því að ef lengra yrði gengið gæti orðið skammt í að við verðum að fara að senda hjartasjúklinga til útlanda í meðferðir. Komi til þess verður það íslensku samfélagi mun dýrara en að geta veitt þjónustuna innanlands. Vandinn virðist hins vegar vera sá að stjórnmálamenn sjást ekki alltaf fyrir og taka viðvörunarorðum (sérstaklega fagstétta) oft af furðumikilli léttúð. Við getum því verið dottin ofan í brunninn þegar stjórnmálamenn átta sig á að það hefði þurft að byrgja hann. Það höfum við fundið á eigin skinni bæði fyrir hrun og ekki síður eftir það.

Ég sat fund í gær í HR þar sem Dr. Brigit Toebes fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og mannréttindaverndar fjallaði um réttinn til heilsu og hagræðingu í heilbrigðisþjónustu. Hún benti á að Íslendingar væru bundnir af ýmsum alþjóðlegum sáttmálum sem yrði að taka tillit til þegar verið væri að skerða heilbrigðisþjónustu. Nefndi hún sérstaklega að í þessum sáttmálum væri fötluðum og vanfærum konum tryggð ákveðin þjónusta í sinni heimabyggð. Af fréttum að dæma virðist sem stjórnvöld séu ekki mjög vel meðvituð um þennan rétt. T.d. má spyrja hvort boðaður niðurskurður í Vestmannaeyjum, Vestfjörðum og Austurlandi standist þessi ákvæði sem Brigit nefnir?

Í vikunni var viðtal við landlækni um fyrirhugaðan innflutning á sjúklingum. Mér fannst svar hans vera frekar af pólitískum toga en faglegum. Ég er samt sammála landlækni um að það verður að fara varlega þegar verið er að taka upp nýbreytni við veitingu heilbrigðisþjónustu - alveg á sama hátt og það verður að fara varlega þegar verið er að skera niður. Í máli landlæknis kom fram að hann hefur miklar efasemdir um einkaframtakið í heilbrigðisþjónustunni og þá sérstaklega eins og það er framkvæmt í USA. Í erindi Dr. Brigit Toebes kom fram að flest ríki Evrópu eru að leita leiða til að spara fé til heilbrigðisþjónustunnar. Í því samhengi virðast þau flest vera að leita að einhvers konar samspili ríkisvaldsins og einkaframtaksins. T.d. hafa Hollendingar valið þá leið að fela tryggingafélögum að sjá þegnum landsins fyrir sjúkratryggingum. Það er hins vegar ríkisvaldsins að setja leikreglurnar og m.a. geta tryggingafélögin ekki neitað sjúklingum um kaup á tryggingum. Þau geta hins vegar boðið mismunandi tryggingavernd þegar lágmarkstryggingum sleppir. Dr. Brigit segir athyglisvert að sjá að Evrópuríkin virðast flest vera að stíga skref í áttina að ameríska kerfinu og að það ameríska sé nú að taka skref í áttina að evrópska kerfinu.

Ég gat ekki skilið Brigit öðruvísi en svo að henni hugnist best einhverskonar blönduð leið. Ég er sammála henni um það. Sjálfum hugnast mér ekki ameríska leiðin en að sama skapi hugnast mér ekki öfgarnar í hina áttina - fullkomin ríkisforsjá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband