20.10.2010 | 16:35
Stjórnlagaþing - til hvers?
Það verður hausverkur að kynna sér fyrir hvað 500 menningarnir standa sem hafa boðið sig fram til stjórnlagaþings. Ef ég ætla að láta mig málið varða hlýt ég að verða að taka afstöðu til þeirra á eins málefnalegan hátt og mér er unnt. Nema kannski ef ég ákveð að kjósa eingöngu þá sem ég hef séð í fjölmiðlum og þekki andlitin á eða ef ég fer eftir því með hvaða liði viðkomandi heldur.
Ég sé fyrir mér að ég verð töluvert upptekinn á næstunni við þessa iðju og reikna með að það muni eiga við um fleiri. Sem er ágætt og dreifir vonandi huganum frá þessum sífelldu hrunafréttum.
Enda hafa Jóhanna og Steingrímur lýst því yfir að þau séu ánægð með komandi stjórnlagaþing. Það er skiljanlegt því þau vita sem er að þetta dreifir huganum frá þessum sífelldu hrunafréttum.
Ég er hreint ekki sannfærður um ágæti þess að blása til stjórnlagaþings - og allra síst í því þjóðfélagsástandi sem við búum nú við. Einhverjir munu sjálfsagt halda því fram að þetta sé vegna kröfu fólksins sjálfs. Kannski, ég veit það ekki. Að minnsta kosti bað ég ekki um þetta.
Að mínu mati er orsakanna fyrir hruninu ekki að leita í því sem stendur í stjórnarskránni eða því sem ekki stendur í henni. Á sama hátt tel ég að það muni ekki hjálpa okkur að stíga upp úr hruninu með því að breyta stjórnarskránni. En það dreifir huganum.
Ég er ekki sannfærður um að Jóhanna og Steingrímur séu svo áfjáð í breytingar á stjórnarskránni. Þau kannski láta þannig og nefna meira að segja uppáhalds hugðarefni sín. Það gerðu þau líka fyrir kosningar. Mér dettur t.d. í hug gagnsæi í allri stjórnsýslu og allt upp á borðinu. Mannaráðningar hjá hinu opinbera í opnu og gegnsæu ferli og margt fleira. Vissulega glíma þau við mikil vandamál og tóku við á afar erfiðum tíma. En það kemur betrumbót í opnu og gegnsæu ferli lítið við. Reyndar heyrist mér á mörgum sem þeim finnist ríkisstjórn Jóhönnu hafa slegið við fyrri ríkisstjórnum á þessu sviði.
Það er gott til þess að hugsa að bráðum verð ég of upptekinn við að fylgjast með ráðabruggi Jóhönnu og Steingríms.
Um bloggið
Gunnar Ármannsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.