Tímamót.

Á þessu ári eru ákveðin tímamót í mínu lífi. Fyrir tíu árum datt mér ekki til hugar að ég yrði hér staddur og gæti sett þessar línur niður. Í dag hefðu átt að vera önnur tímamót. Magga hefði orðið 51 árs hefði hún lifað. Þetta var dagurinn hennar og þetta verður áfram dagurinn hennar í mínum huga. Yndislega Magga.

Fyrir fimm árum, eða 2011, voru fimm ár liðin frá því að ég lauk lyfjameðferð vegna hvítblæðis. Af því tilefni ákvað ég að hlaupa nokkur hlaup til styrktar Krabbameinsfélaginu. Það gekk vel og einhverjar krónur söfnuðust í baráttunni við þennan vágest sem krabbameinið er.

Í ár eru önnur fimm ár liðin. Ótrúlega margt hefur gerst. Krabbinn hefur aftur höggvið nærri mér og í þetta skiptið finnst mér eins og hann hafi tekið hluta af mér. Þó ekki minningarnar. Þær lifa. Og ég lifi. Og ég get hlaupið. Og ég get elskað.

Í sumar ætla að ég endurtaka leikinn frá því 2011 og hlaupa nokkur hlaup sem ég ætla að tileinka baráttunni við krabbameinið. Ég ætla ekki að gera það með sama hætti og árið 2011 þegar í gangi var opinber söfnun allan tímann. Núna ætla ég að láta nægja að safna í kringum Reykjavíkurmaraþonið. Þeir sem þá vilja styrkja söfnunina mega byrja að safna.

Árið 2011 voru hin opinberu hlaup þessi; Parísarmaraþonið, 100 km meistaramót Íslands, Laugavegurinn, Jökulsárhlaupið og loks Reykjavíkurmaraþonið.

Árið 2016 eru fyrirhuguð hlaup þessi; Bostonmaraþonið, maraþon á gresjum Suður-Afríku, Laugavegurinn, Jökulsárhlaupið, Reykjavíkurmaraþonið og loks Munchenmaraþonið. Sjálfsagt kem ég til með að blogga eitthvað um þessi hlaup síðar.

Árið 2011 bjó ég mér til einkunnarorðin: „ég hleyp – af því að ég get það“.

Árið 2016 verða einkunnarorðin: „ég lifi – af því að ég get það“.

 


Bloggfærslur 23. janúar 2016

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 73066

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband