Maraþon Möggu

Ég hef lítið hlaupið í sumar. Í byrjun ágúst fór ég þó fínan túr í góðu veðri um Heiðmörkina. Að honum loknum hafði ég á orði við Möggu að kannski ætti ég bara að prófa að hlaupa maraþon lítið æfður og taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég yrði bara að stilla hraðann vel af og ef ég gæti tekið nokkrar þokkalegar æfingar til viðbótar gæti ég stefnt á 3:30. Þetta fannst Möggu ekki góð hugmynd. Spurði mig hvort þetta væri gáfulegt og hvort þetta væri ekki alveg í mótsögn við það sem ég sjálfur predikaði. Ég eyddi talinu. Atvik höguðu því þannig að ég hætti að hugsa um þátttöku. Þann 23. ágúst sl. lauk Magga sínu maraþoni rúmlega 8 mínútur yfir 12. Þá voru liðnir 3 tímar og 28 mínútur frá því maraþonhlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu voru ræstir.  


Bloggfærslur 4. september 2014

Um bloggið

Gunnar Ármannsson

Höfundur

Gunnar Ármannsson
Gunnar Ármannsson

Áhugamaður

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • New Image 23

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 73078

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband